Af hverju ætti þeim að vera treystandi nú?

Síðustu daga hefur Samfylkingin auglýst nýja kynslóð jafnaðarmanna úr röðum frambjóðenda sinna fyrir komandi kosninga. Myndirnar prýðir hópur af ungu fólki ásamt formanninum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

Það er ekki óvitlaust hjá Samfylkinginu að leggja áherslu á að sýna þetta unga fólk. Eflaust þjónar það hagsmunum flokksins betur en að sýna þá frambjóðendur sem eiga raunhæfa möguleika á þingsæti. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum fengi Samfylkingin 16 þingmenn kjörna á laugardaginn og hefur raunar ekki mælst hærri um nokkurra vikna skeið.

Á fundi í Keflavík 2. desember sl. hélt formaður Samfylkingarinnar ræðu, þar sem hún sagði meðal annars:

Vandi Samfylkingarinnar liggur í því að kjósendur þora ekki að treysta þingflokknum – ekki ennþá, ekki hingað til.

Í ljósi þessara ummæla Ingibjargar Sólrúnar er athyglisvert að skoða hverjir það eru sem sitja munu í "nýjum" þingflokki Samfylkingarinnar að loknum kosningum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það skal tekið fram fyrir þá sem ekki til þekkja að svarthvítu myndirnar eru af fólki úr þingflokknum sem formaður Samfylkingarinnar sagði að þjóðin treysti ekki. Litmyndirnar eru af nýja fólkinu, þremur körlum.

Þingmenn Samfylkingarinnar að loknum kosningum verða samkvæmt þessu: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Ásta Ragnheiður Jóhannsdóttir, Mörður Árnason, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Helgi Hjörvar, Gunnar Svavarsson, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Árni Páll Árnason, Guðbjartur Hannesson, Kristján Möller, Einar Már Sigurðsson, Björgvin G. Sigurðsson og Lúðvík Bergvinsson.

Endurnýjun þingflokksins er fólgin í tilkomu Gunnars Svavarssonar, Árna Páls Árnasonar og Guðbjarts Hannessonar.

Ef þessum þingflokki var ekki treystandi að mati formanns Samfylkingarinnar fyrir fimm mánuðum, af hverju ættu kjósendur að treysta honum nú? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband