Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Þá er Portsmouth fallið...

Það er auðvitað hrein og slysaleg tilviljun að þau lið Hermanns Hreiðarssonar falla undantekningalítið milli deilda.


mbl.is Hermann gengur til liðs við Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjuleg stefnuyfirlýsing Þingvallastjórnar

Þá er þetta allt saman klárt; frjálslynd umbótastjórn, Þingvallastjórnin, tekur við landsstjórninni á morgun. Ég hygg að sjálfstæðismenn geti vel við stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar unað, þótt vissulega sé þar að finna einhverjar málamiðlanir eins og gefur að skilja.

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi í dag frá sér eftirfarandi ályktun:

Samband ungra sjálfstæðismanna lýsir yfir ánægju sinni með stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Sérstaklega ber að fagna áherslum ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum þar sem skapa á svigrúm fyrir einkarekstur, taka upp blandaða fjármögnun og láta fjármagn fylgja sjúklingi. Þá er fagnaðarefni að landbúnaðarkefið verði endurskoðað með það fyrir augum að auka frelsi til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Ungir sjálfstæðismenn taka heilshugar undir þau áform ríkisstjórnarinnar að halda áfram að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Mikilvæg er einnig sú yfirlýsing í stjórnarsáttmálanum að ýtrasta aðhalds verði áfram gætt í rekstri hins opinbera og að hlutur opinberrar starfsemi af þjóðarframleiðslunni vaxi ekki umfram það sem nú er.

Samband ungra sjálfstæðismanna óskar nýjum ráðherra flokksins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, velfarnaðar í starfi heilbrigðisráðherra. Guðlaugur Þór var formaður SUS frá 1993 til 1997 og binda ungir sjálfstæðismenn miklar vonir við aðkomu hans að þessum málaflokki. Mjög aðkallandi er að ráðast í grundvallarbreytingar á heilbrigðiskerfinu, ekki síst í þeim tilgangi að þeir miklu fjármunir sem varið er til heilbrigðismála nýtist sem best.

Glæsilegur sigur Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum alþingiskosningum, þar sem flokkurinn jók fylgi sitt verulega og bætti við sig þremur þingmönnum, er nú innsiglaður með áframhaldandi forystu flokksins í ríkisstjórn undir forsæti Geirs H. Haarde. Samband ungra sjálfstæðismanna horfir björtum augum til stjórnarsamstarfs við Samfylkinguna. Ekki var grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi við Framsóknarflokk, þótt það samstarf undanfarin tólf ár hafi reynst þjóðinni afar farsælt. Ástæða er til að ætla að sú frjálslynda umbótastjórn sem nú tekur við sé vel í stakk búin til að takast á við nýjar áskoranir á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið á undanförnum árum.


Glæsilegur sigur Sjálfstæðisflokksins

Sigur Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum kosningum er glæsilegur. Það er einsdæmi að forystuflokkur í ríkisstjórn bæti verulega við þingstyrk sinn eftir sextán ára setu í ríkisstjórn.

Sjálfstæðisflokkurinn er á ný orðinn langstærsti flokkurinn á Íslandi og allt "tveggja turna" tal er nú úr sögunni. Flokkurinn fékk 25 þingmenn kjörna á Alþingi, aðeins einum minna en í stórsigrinum árið 1999, og er nú í fyrsta sinn stærsti flokkurinn í öllum kjördæmum landsins.

Nýr þingflokkur Sjálfstæðisflokksins undirstrikar bæði sterka liðsheild og þá miklu endurnýjun sem orðið hefur en af 25 þingmönnum er tíu nýir þingmenn. Þá hefur hlutfall kvenna í þingflokknum aldrei verið hærra, átta konur sitja nú í þingflokknum eða rétt tæpur þriðjungur.

Sigur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum þýðir að ríkisstjórnin hélt velli. Stjórnarandstaðan lagði allt undir til að fella stjórnina og fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins er auðvitað skýr skilaboð frá kjósendum um að þeir vilji hafa Sjálfstæðisflokkinn áfram í stjórnarforystu.

Hittir naglann á höfuðið

Samfylkingarkonan Anna K. Kristjánsdóttir hittir naglann á höfuðið í bloggfærslu sinni um úrslit kosninganna þegar hún segir:

Samfylkingin verður að hætta að ljúga að sjálfri sér og reyna að læra af tapinu.


Vinstristjórnin þegar búin að ákveða skattahækkanir

Vinstriflokkarnir virðast þegar hafa náð samstöðu um fyrstu skattahækkunina, ef þeim tekst að komast til valda í kosningum á morgun.

Leiðarahöfundur Fréttablaðsins vekur athygli á þessu í leiðara dagsins.


Eurovisiongleði í kvöld

Það verður mikil stemmning í kvöld þegar sýnt verður frá beint frá Aþenu. Í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins við Kringluna mun Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Euróvision-fræðingur, lýsa keppninni.

 

eiki

 


Niðurstaða: Ef þú hefur enga skoðun á neinu áttu best heima í Samfylkingunni

Þetta próf X-hvað frá Bifröst er eiginlega alveg óborganlega fyndið. Það virðist ekki vera nokkur leið að taka prófið án þess að út úr því komi að maður eigi helst samleið með Samfylkingunni eða VG.

Best er þó niðurstaðan sem kemur þegar hakað er við "Hef enga skoðun" í öllum valmöguleikum. Þá kemur niðurstaðan:

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Samfylkingarinnar

Nokkuð nærri lagi reyndar...

Þrymur gerir reyndar ítarlega grein fyrir því á blogginu sínu hversu sniðugir höfundar "prófsins" eru. 


Það tekur 4 daga að vinna sér inn fyrir því sem áður tók 7 vinnudaga

Vaxandi kaupmáttur þýðir hins vegar að launin duga betur. 75% kaupmáttaraukning yfir ríflega þrjú kjörtímabil þýðir því að það tekur 4 daga að vinna sér inn fyrir því sem áður tók 7 vinnudaga. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í leiðara dagsins á Deiglunni sem er skrifaður af Halldóri Benjamín Þorbergssyni.


Össur tekinn í bólinu

Össur Skarphéðinsson er heldur betur tekinn í bólinu eftir að hafa fordæmt unga sjálfstæðismenn fyrir að bjóða nemendum í Háskólanum í Reykjavík í partý. Í ljós kom að gagnrýni Össurar hitti hann sjálfan verst fyrir. Hversu "óheppnir" geta menn verið?!

Minnisglöp Össurar


Af hverju ætti þeim að vera treystandi nú?

Síðustu daga hefur Samfylkingin auglýst nýja kynslóð jafnaðarmanna úr röðum frambjóðenda sinna fyrir komandi kosninga. Myndirnar prýðir hópur af ungu fólki ásamt formanninum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

Það er ekki óvitlaust hjá Samfylkinginu að leggja áherslu á að sýna þetta unga fólk. Eflaust þjónar það hagsmunum flokksins betur en að sýna þá frambjóðendur sem eiga raunhæfa möguleika á þingsæti. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum fengi Samfylkingin 16 þingmenn kjörna á laugardaginn og hefur raunar ekki mælst hærri um nokkurra vikna skeið.

Á fundi í Keflavík 2. desember sl. hélt formaður Samfylkingarinnar ræðu, þar sem hún sagði meðal annars:

Vandi Samfylkingarinnar liggur í því að kjósendur þora ekki að treysta þingflokknum – ekki ennþá, ekki hingað til.

Í ljósi þessara ummæla Ingibjargar Sólrúnar er athyglisvert að skoða hverjir það eru sem sitja munu í "nýjum" þingflokki Samfylkingarinnar að loknum kosningum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það skal tekið fram fyrir þá sem ekki til þekkja að svarthvítu myndirnar eru af fólki úr þingflokknum sem formaður Samfylkingarinnar sagði að þjóðin treysti ekki. Litmyndirnar eru af nýja fólkinu, þremur körlum.

Þingmenn Samfylkingarinnar að loknum kosningum verða samkvæmt þessu: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Ásta Ragnheiður Jóhannsdóttir, Mörður Árnason, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Helgi Hjörvar, Gunnar Svavarsson, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Árni Páll Árnason, Guðbjartur Hannesson, Kristján Möller, Einar Már Sigurðsson, Björgvin G. Sigurðsson og Lúðvík Bergvinsson.

Endurnýjun þingflokksins er fólgin í tilkomu Gunnars Svavarssonar, Árna Páls Árnasonar og Guðbjarts Hannessonar.

Ef þessum þingflokki var ekki treystandi að mati formanns Samfylkingarinnar fyrir fimm mánuðum, af hverju ættu kjósendur að treysta honum nú? 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband