Af hverju skriftarkennsla?

Börn á grunnskólaaldri eyða ómældum tíma í að læra að draga til stafs. Ekki er langt síðan góð rithönd þótti mikill mannkostur og ég minnist armæðu ömmu minnar yfir óbreytanlegri B-einkunn minni í skrift.  Nú sit ég sjálfur yfir skriftaræfingum barnanna minna og spyr mig sömu spurninga og voru í huga mínum þá, af hverju er verið að eyða tíma í þetta?

Sú kynnslóð sem nú er á grunnskólaaldri mun væntanlega aldrei skrifa neitt nema nafnið sitt. Dyggðin að draga rétt og vel til stafs verður í besta falli skemmtileg handverksiðn sem notuð er á tyllidögum. Skriftin verður þannig nokkurs konar handvefnaður.

Í þessu ljósi væri miklu nær að byrja strax að kenna þessum krökkum fingrasetningu á lyklaborði. Öllum þeim hliðarmarkmiðum sem núverandi skriftarkennslu er ætlað að ná, eins og að örva sagnagáfuna, væri hægt að ná með því að kenna krökkunum að slá á lyklaborðið - það er jú það tæki sem þau munu nota til tjáningar og samskipta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband