Eins og kettir í kringum heitan graut

Er það ekki dæmigert fyrir stjórnarandstöðuna á Alþingi að ásaka þingmanninn Sigurð Kára Kristjánsson um að setja á svið leikrit þegar hann spyr forsætisráðherra, ráðherra hagstofu, um niðurstöður um tekjudreifing í nýjustu Hagtíðindum?

Þess fyrirspurn á fyllilega rétt á sér, enda hljóta gögn frá Hagstofunni að varpa mikilvægu ljósi á þetta mikla deilumál, sem reyndar er að mestu spunnið í spunastokkum stjórnarandstöðunnar. En þá bregst stjórnarandstaðan, sem ítrekað hefur vanvirt Alþingi með fráleitu málþófi og margs konar upphlaupum, við með því að drepa málinu á dreif.

Og fjölmiðlar bíta vitaskuld á agnið. Eru menn hissa á Morgunblaðið sé að missa fótfestuna þegar þingfréttaritarar blaðsins eru ekki færir um að fjalla um efnishlið mál, heldur hlaupa eftir spunastælum stjórnarandstöðunnar í sífellu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband