Aðgát skal höfð

Ég er sammála Guðmundi Magnússyni í þessu Jónínu-máli. Nú sem oftar er Guðmundur rödd skynseminnar:

Það hefur enn ekkert komið fram sem sýnir fram á að Jónína Bjartmarz hafi beitt áhrifum sínum sem þingmaður og ráðherra til að tryggja væntanlegri tengdadóttur sinni íslenskan ríkisborgararétt. Ef fjölmiðlar hefðu undir höndum skrifleg gögn eða vitnisburð einhverra sem sýndi fram á hið gagnstæða væri málið allt hið alvarlegasta. Eini vitnisburðurinn sem fram hefur komið, þ.e. ummæli þingmanna í allsherjarnefnd Alþingis, er Jónínu í hag.

Auðvitað eiga fjölmiðlar að líta á þessi mál gagnrýnum augum en þegar ekkert bendir til þess að Jónína hafi beitt áhrifum sínum, þá verða menn að fara varlega í sínum fréttaflutningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband