Hvað er 'herferð á alþjóðavettvangi'?

ruvÞann 19. janúar flutti Ríkisútvarpið landsmönnum þá váfrétt að bresk yfirvöld hyggðu á herferð á alþjóðavettvangi gegn hvalveiðum og verndarar 'herferðarinnar' væru þeir Tony Blair, fráfarandi forsætisráðherra, og sjónvarpsmaðurinn Richard Attenborough. Þess var jafnframt getið í fréttinni að hvalveiðar Íslendinga hefðu lengið verið Bretum þyrnir í auga og þegar atvinnuveiðar hófust sl. haust hefði íslenski sendiherrann verið kallaður á fund hjá Ben nokkrum Bradshaw, ráðherra, þar sem Íslendingar voru varaðir við afleiðingum gjörða sinna.

Þetta voru skilaboð Ríkisútvarpsins þann dag - alþjóðleg herferð, hvorki meira né minna. Hins vegar fór þessi herferð alveg fram hjá alþjóðlegum fjölmiðlum, jafnvel þótt hún væri alþjóðleg. Á gjörvöllum veraldarvefnum var nákvæmlega ekkert að finna um herferðina næstu daga eftir frétt RÚV. Engin yfirlýsing birtist heldur um herferðin á heimasíðu breska sjávarútvegsráðuneytisins sem hefur með vernd sjávardýra að gera. Ben þessi Bradshaw, sem sagður var sjávarútvegsráðherra, er raunar ráðherra nær-umhverfismála, dýra- og sjávarverndar.

Nú er komið á daginn að 'herferðin' sem Ríkisútvarpið boðaði landsmönnum var fundur sem halda á í Lundúnum þar sem Bretar munu freista þess að fá nokkur ríki sem andvíg munu vera hvalveiðum til að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið.

Getur verið að hagsmunum Íslendinga á erlendum mörkuðum vegna andstöðu við hvalveiðar stafi mest ógn af slíkum upphlaupum íslenskra fjölmiðla - í það minnsta virðist Ríkisútvarpið gera það sem í valdi þess stendur til að valda hugaræsingi vegna veiðanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband