Holur hljómur

Það er holur hljómur í málflutningi varaformanns Samfylkingarinnar þegar hann segir að flokkur sinn fagni umræðu um jafnréttismál. Ágústi Ólafi og félögum væri hollara að beina athyglinni að öðrum hlutum, því staða kvenna innan Samfylkingarinnar er ekkert til guma af.

Á þetta bendir Eygló Harðardóttir í ágætum pistli á bloggi sínu í dag og segir þar m.a.: 

"Miðað við þær forsendur að þeir sem leiða lista eigi að verða ráðherrar þá er bara eitt ráðherraefni hjá Samfylkingunni, þ.a.s. Ingibjörg Sólrún sjálf.  Að öðru leyti eru listar Samfylkingarinnar leiddir af körlum."

Árni Helgason fjallar líka um þetta á blogginu sínu og vitnar í nýlegt viðtal við Guðrúnu Ögmundsdóttur, þingmann Samfylkingarinnar, í Morgunblaðinu, þar sem hún segir að karlkynsframbjóðendur hafi unnið sameiginlega gegn henni í prófkjöri Samfylkingarinnar í haust.

Þeim fer óðfluga fækkandi málunum sem Samfylkingin hefur fótfestu í. Hart er orðið í ári þegar femínistar flýja umvörpum þetta skilgetna afkvæmi Kvennalistans sáluga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband