Frambjóðandi eða faglegur sviðsstjóri?

Á Deiglunni er að finna athyglisverða frétt um sviðsstjóra á geðdeild LSH sem jafnframt skipar 13. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæm norður:

Fréttin er svohljóðandi:

Í umræðum um ástand mála hjá BUGL á síðustu dögum, rétt fyrir kosningar, hefur sviðstjórinn Eydís Sveinbjarnadóttir haft sig mjög í frammi en lítið látið þess getið að hún sé frambjóðandi Samfylkingar. Hún kom meðal annars fram í frétt á Stöð 2 fyrir skemmstu þar sem hún beinlínis lýsti yfir neyðarástandi. Fréttamenn Stöðvar 2 létu þess ógetið að sviðsstjórinn væri frambjóðandi í alþingiskosningum, en hún skipar 13. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Það sem vekur enn frekar spurningar um áreiðanleika Eydísar er að í janúar skrifaði hún grein í Morgunblaðið þar sem hún segir meðal annars að fjárveitingar til BUGL hafi verið auknar. Eydis segir m.a. í greininni:

"Fjárveitingar til BUGL hafa aukist á undanförnum árum sem var nauðsynlegt m.a. vegna aukinnar þjónustueftirspurnar. Alþingi ákvarðar LSH fjárveitingar og hin ýmsu svið LSH reyna að aðlaga starfsemi sína þeim fjármunum sem til skipta eru hverju sinni."

Enn fremur fjallar Eydís um það í greininni að nýtt húsnæði verði tekið í notkun á næsta ári. Nú þegar kosningar nálgast, og félagar Eydísar í Samfylkingunni þurfa að mála raunveruleikann sem dekkstum litum, virðist sem veður hafi skipast mjög í kollinum á sviðsstjóranum. Í stað þess að sjá vonarglætu í þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til, heldur Eydís því fram að um neyðarástand sé að ræða.

Það hlýtur að vekja spurningur að opinber starfsmaður skuli með þessum hætti nota aðstöðu sína til þess að gera stöðu stofnunar sinnar að pólitísku bitbeini - sérstaklega þegar hinn opinberi starfsmaður er sjálfur þátttakandi í þeirri flokkspólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband