Stóra kosningamálið

Af hverju eru menn að segja að kosningarnar snúist ekki um neitt? Stóra kosningamál stjórnarandstöðunnar nú þegar 12 dagar eru kosninga eru tannskemmdir. Hvað segir það okkur um ástand mála í íslensku samfélagi?

Stjórnarandstöðunni verður nú tíðrætt um tannlækningar og tannvernd barna sem þau segja að fari hrakandi og kenna ríkisstjórninni um. Meðal annars er talað um að ríkisstjórnin hafi dregið úr framlögum sínum og jafnvel að tannlækningar hafi verið einkavæddar. Þetta er villandi umræða. Þó tannlækningar séu vissulega ekki reknar af hinu opinbera, endurgreiðir Tryggingarstofnun ríkisins 75% af tannlæknakostnaði barna undir 17 ára aldri og kemur þannig að verulegu leyti til móts við þennan kostnað.

Meðal þess sem hefur verið í umræðunni er skýrsla frá MunnÍs frá því snemma á árinu þar sem fram kemur að tannheisla barna sé verri árið 2005 en árið 1996 og tannskemmdir algengari. Þetta eru hins vegar ekki sambærilegar niðurstöður, þar sem ólíkum aðferðum var beitt við rannsóknir. Árið 1996 var beint sjónrænni skoðun til að meta tannskemmdir en árið 2005 var mun nákvæmari aðferðum beitt auk þess sem röntgenmyndir gera greiningu á skemmdum betri. Í skýrslu MunnÍs er tekið fram að ef sjónrænu aðferðinni hefði aftur verið beitt árið 2005 hefðu breytingarnar á tannheilsu barna verið litlar. Það sem mestu máli skiptir er að rannsóknaraðferðirnar eru ólíkar.

Þetta er nú svona það helsta um mál málanna í þingkosningum á Íslandi árið 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband