Að tapa bæði kosningum og ærunni

Kosningabaráttu Samfylkingarinnar eru gerð ágæt skil í leiðara Deiglunnar í dag. Þar segir meðal annars:

Fram hefur komið í fréttum að tíu ára stúlka hafi ekki fengið innlögn þegar leitað var á sjúkrahús vegna sjálfsvígshugleiðinga hennar. Þetta hafa verið hryggileg mistök í læknisþjónustu, en væntanlega vita flestir að slík mistök eiga nákvæmlega ekkert skylt við flokkspólitískar deilur. Samfylkingarmaðurinn Össur Skarphéðinsson virðist þó ekki telja það fyrir neðan sína virðingu að beita slíku máli fyrir síg í pólitísku hnútukasti, eins og hann gerði í Silfri Egils í gær. Slíkur málflutningur er auðvitað ekkert annað en viðbjóðslegur og vonandi dettur engum í hug að dæma Össur eða Samfylkinguna eingöngu af þessu einstaka smekkleysi.

Á þessum síðustu vikum fyrir kosningar hefur Samfylkingin fallið í þann pytt að herja á kjósendur með óvönduðum málflutningi, dylgjum og útúrsnúningum. Hún dylgjar um mannvonsku stjórnarflokkana, lofar aðgerðum sem þegar er búið að ákveða – og beitir fyrir sig mistökum í læknisþjónustu til þess að leggja snöru fyrir andstæðinga sína í baráttunni. Mönnum kann stundum að hlaupa kapp í kinn í slagnum og segja ýmislegt ógætilegt. En þótt Samfylkingin tapi kosningunum er ekki þar með sagt að fulltrúar hennar þurfi líka að tapa sómakenndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband