Æviskeið feðgina spannar tæpar tvær aldir
4.5.2007 | 15:11
Í dag var jarðsungin í Reykjavík María Tryggvadóttir en hún lést 28. apríl síðastliðinn á 90. aldursári. Eins og lesa má um í minningu um Maríu í Morgunblaðinu var hún dóttir Helgu Jónasdóttur, kennara, og Tryggva Gunnarssonar, bankastjóra.
Tryggvi Gunnarsson, faðir Maríu, var bankastjóri, þjóðkunnur maður og einn af mestu áhrifamönnum í þjóðmálum hér á landi á 19. öldinni. Tryggvi var fæddur árið 1835 og andaðist skömmu áður en María fæddist þann 17. nóvember 1917.
Það er merkileg staðreynd að æviskeið þeirra feðgina, Tryggva og Maríu, spannar tæplega tvær aldir, eða frá 18. október 1835 til 27. apríl 2007, samtals 172 ár.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.