Niðurstaða: Ef þú hefur enga skoðun á neinu áttu best heima í Samfylkingunni

Þetta próf X-hvað frá Bifröst er eiginlega alveg óborganlega fyndið. Það virðist ekki vera nokkur leið að taka prófið án þess að út úr því komi að maður eigi helst samleið með Samfylkingunni eða VG.

Best er þó niðurstaðan sem kemur þegar hakað er við "Hef enga skoðun" í öllum valmöguleikum. Þá kemur niðurstaðan:

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Samfylkingarinnar

Nokkuð nærri lagi reyndar...

Þrymur gerir reyndar ítarlega grein fyrir því á blogginu sínu hversu sniðugir höfundar "prófsins" eru. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband