Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Eins og kettir í kringum heitan graut

Er það ekki dæmigert fyrir stjórnarandstöðuna á Alþingi að ásaka þingmanninn Sigurð Kára Kristjánsson um að setja á svið leikrit þegar hann spyr forsætisráðherra, ráðherra hagstofu, um niðurstöður um tekjudreifing í nýjustu Hagtíðindum?

Þess fyrirspurn á fyllilega rétt á sér, enda hljóta gögn frá Hagstofunni að varpa mikilvægu ljósi á þetta mikla deilumál, sem reyndar er að mestu spunnið í spunastokkum stjórnarandstöðunnar. En þá bregst stjórnarandstaðan, sem ítrekað hefur vanvirt Alþingi með fráleitu málþófi og margs konar upphlaupum, við með því að drepa málinu á dreif.

Og fjölmiðlar bíta vitaskuld á agnið. Eru menn hissa á Morgunblaðið sé að missa fótfestuna þegar þingfréttaritarar blaðsins eru ekki færir um að fjalla um efnishlið mál, heldur hlaupa eftir spunastælum stjórnarandstöðunnar í sífellu?


Dómarar á sakamannabekk

Margir hafa orðið til tjá sig um forsíðu Morgunblaðsins sl. föstudag, þar sem fimm hæstaréttardómar voru sýndir sem sakamenn eftir að hafa kveðið upp dóm yfir kynferðisafbrotamanni, dóm sem Morgunblaðinu þótti augljóslega of vægur.

Svona forsíðu hefur maður ekki séð á Morgunblaðinu, nema þegar stórslys verða og hinum látnu er sýnd sú virðing og aðstandendum þeirra sú hluttekning, að leggja forsíðuna undir myndir af hinum látnu. 

Ari Karlsson, Deiglupenni, segir það sem segja þarf um þetta mál í Deiglupistli sínum sem birtist í gær


Af hverju skriftarkennsla?

Börn á grunnskólaaldri eyða ómældum tíma í að læra að draga til stafs. Ekki er langt síðan góð rithönd þótti mikill mannkostur og ég minnist armæðu ömmu minnar yfir óbreytanlegri B-einkunn minni í skrift.  Nú sit ég sjálfur yfir skriftaræfingum barnanna minna og spyr mig sömu spurninga og voru í huga mínum þá, af hverju er verið að eyða tíma í þetta?

Sú kynnslóð sem nú er á grunnskólaaldri mun væntanlega aldrei skrifa neitt nema nafnið sitt. Dyggðin að draga rétt og vel til stafs verður í besta falli skemmtileg handverksiðn sem notuð er á tyllidögum. Skriftin verður þannig nokkurs konar handvefnaður.

Í þessu ljósi væri miklu nær að byrja strax að kenna þessum krökkum fingrasetningu á lyklaborði. Öllum þeim hliðarmarkmiðum sem núverandi skriftarkennslu er ætlað að ná, eins og að örva sagnagáfuna, væri hægt að ná með því að kenna krökkunum að slá á lyklaborðið - það er jú það tæki sem þau munu nota til tjáningar og samskipta. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband