Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Frjáls verslun er hagur íslenskra bænda
16.3.2007 | 11:15
Nýleg könnun sýnir að íslenskir neytendur eru reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir íslenskar landbúnaðarvörur en innfluttar. Í þessu ljósi blasir við að engin þörf er á verndartollum og öðrum innflutningshöftum.
Þetta er umfjöllunarefni í Deiglupistli eftir mig sem birtist í dag.
Þjóðareign vísar ekki til einkaeignarréttar ríkisins
9.3.2007 | 01:04
Stjórn sambands ungra sjálfstæðismanna samþykkti í kvöld eftirfarandi ályktun vegna frumvarps til stjórnskipulaga sem kynnt var af formönnum stjórnarflokkanna síðdegis:
"Samband ungra sjálfstæðismanna leggst eindregið gegn því að sett verði inn ákvæði í stjórnarskrá þar sem kveðið er á um að náttúruauðlindir séu þjóðareign. Skýr einkaeignaréttur að náttúruauðlindum er hornsteinn skynsamlegrar nýtingar auðlinda í allra þágu. Þjóðnýting hefur hvarvetna leitt til sóunar og lakari lífskjara.
Engu að síður telur Samband ungra sjálfstæðismanna það mikilvægt að skýrt sé kveðið á um í frumvarpi formanna stjórnarflokkanna að á engan hátt sé verið að raska eignaréttindum einstaklinga og lögaðila. Þannig eru atvinnu- og eignarréttindum þeirra sem nýta auðlindir Íslands tryggð stjórnarskrárvernd. SUS leggur ááherslu á að fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að orðalagið "þjóðareign" vísar ekki til einhvers konar einkaeignarréttar íslenska ríkisins eða þjóðarinnar.
Ungir sjálfstæðismenn skora á þingmenn Sjálfstæðisflokksins og þingheim allan að vanda verði til verka við fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni. Það má aldrei verða að grundvallarlögum íslenskrar stjórnskipunar sé breytt í óðagoti og án þess að tryggt sé að ákvæði stjórnarskrárinnar séu skýr og hafin yfir allan vafa."