Fréttafölsun á fréttastofu Ríkisútvarpsins
2.5.2007 | 23:02
Steingrímur Ólafsson greinir frá neyðarlegri uppákomu hjá Ríkisútvarpinu sem oftar en ekki gumar af vandaðri blaðamennsku:
Krísufundir hafa verið haldnir hjá fréttastofu Útvarps eftir frekar ófaglega fréttamennsku. Fréttastofan tók þannig viðtal sem tekið var við Geir H. Haarde forsætisráðherra á mánudagskvöld út af sölu á hlut í Hitaveitu Suðurnesja og notaði það viðtal til að nota sem svar forsætisráðherra við vitleysunni í Skúla Thoroddsen hjá Starfsgreinasambandinu um ímyndaða sölu á Landsvirkjun.
Ný frétt var s.s. búin til með því að skeyta gömlu viðtali aftan við eins og það væru viðbrögð.
Ófagmannlegt og voru haldnir neyðarfundir á fréttastofu RÚV. Óðinn Jónsson, fréttastjóri, var ekki á vakt þegar þetta átti sér stað og hefur samkvæmt því sem rætt er um innan RÚV beðið forsætisráðherra afsökunar á þessari fréttafölsun.
Ingimar Karl Helgason, sem bjó til þessa frétt er víst heldur niðurlútur.
Og á að vera það.
Því er reyndar við þetta að bæta að Morgunblaðið tók frétt Ingimars svotil óbreytta upp á sinn fréttavef, mbl.is. Það er aldrei gott að treysta öðrum í blindni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.