Góður leiðari hjá Þorsteini

Þorsteinn Pálsson skrifar í dag ágætan leiðara í Fréttablaðið þar sem hann tekur fyrir hlutverk forseta við stjórnarmyndun. Í leiðaranum segir meðal annars:

Engum vafa er því undirorpið að allt vald varðandi myndun og setu ríkisstjórnar er í höndum Alþingis. Enga ríkisstjórn er unnt að mynda og engin ríkisstjórn getur setið án stuðnings eða hlutleysis meirihluta Alþingis. Forsetinn er hluti af framkvæmdavaldinu og verður að lúta vilja Alþingis í þessu efni.

 Þær áhyggjur sem höfundar Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins lét í ljós á dögunum eru óþarfar, eins og ég hef bent á. Auðvitað má með réttu halda því fram að ekki sé ólíklegt að núveranda forseta, sem er fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, hugnaðist best að hér tæki við vinstri stjórn að loknum kosningum. En Þorsteinn svarar þessum vangaveltum í niðurlagi leiðara síns:

Loks kemur til skoðunar hvort forseti geti beitt áhrifum sínum, vegna tengsla við forystumenn í stjórnmálum, í þeim tilgangi að skapa samstöðu um að ríkisstjórn verði mynduð á einn veg fremur en annan. Ekkert kemur í veg fyrir það. Slík tengsl geta reyndar virkað á báða bóga. Ef forsetinn er á annað borð opinn fyrir því geta stjórnmálaforingjarnir líka notað hann í þessu skyni.

Beiting áhrifa felur hins vegar ekki í sér neitt beint stjórnskipulegt vald. Í hverjum flokki má finna áhrifamenn sem geta beitt sér með svipuðum hætti og í sama tilgangi gagnvart einstökum flokksformönnum. Vilji forsetinn blanda sér í þann hóp er það í sjálfu sér ekkert ólýðræðislegra af hálfu hans en annarra. Það getur hins vegar haft víðtækari áhrif á álit hans og stöðu.

Hver sem hugur forsetans er getur hann aldrei tekið sér vald eða gengið í aðra átt en meirihluti Alþingis er fús að sætta sig við. Þar er ekkert stjórnskipulegt tómarúm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband