Glæsilegur sigur Sjálfstæðisflokksins

Sigur Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum kosningum er glæsilegur. Það er einsdæmi að forystuflokkur í ríkisstjórn bæti verulega við þingstyrk sinn eftir sextán ára setu í ríkisstjórn.

Sjálfstæðisflokkurinn er á ný orðinn langstærsti flokkurinn á Íslandi og allt "tveggja turna" tal er nú úr sögunni. Flokkurinn fékk 25 þingmenn kjörna á Alþingi, aðeins einum minna en í stórsigrinum árið 1999, og er nú í fyrsta sinn stærsti flokkurinn í öllum kjördæmum landsins.

Nýr þingflokkur Sjálfstæðisflokksins undirstrikar bæði sterka liðsheild og þá miklu endurnýjun sem orðið hefur en af 25 þingmönnum er tíu nýir þingmenn. Þá hefur hlutfall kvenna í þingflokknum aldrei verið hærra, átta konur sitja nú í þingflokknum eða rétt tæpur þriðjungur.

Sigur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum þýðir að ríkisstjórnin hélt velli. Stjórnarandstaðan lagði allt undir til að fella stjórnina og fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins er auðvitað skýr skilaboð frá kjósendum um að þeir vilji hafa Sjálfstæðisflokkinn áfram í stjórnarforystu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband